Brettast, jeee ;)

Hið langþráða stúdentamót var haldið síðustu helgi, það var haldið á Akureyri í þetta skiptið sem var ekkert nema snilld! Við gistum á gistiheimilinu Akurinn sem var ótrúlega heimilislegt og frábær staðsetning. Það var enginn snjór í bænum bara mikið og stórt svell, en það voru smá leifar í Hlíðafjalli svo við gátum rennt okkur smá, snjórinn var reyndar brúnn og efst var bara harðfeni enda 8 stiga hiti! allavega… ég var búin að stein gleyma hvað bretti reynir á fáránlega vöðva og fæ ég að finna fyrir því núna haha alveg hand ónýt! eftir það var farið í sund og slappað aðeins of mikið af ahh…

ég nenni ekki að lýsa ferðinni í neinum díteils en hún var allavega algjör snilld og ég þakka bara kærlega fyrir mig! 🙂

svo er það nú möst að láta fylgja nokkrar myndir með sem lýsa hversu gríðarleg gleði ríkti um helgina 🙂

picture-046.JPG
uuu hér sést úfurinn hennar Önnu 🙂

picture-025.JPG

mikil gleði

picture-051.JPG

Erna skvís á gítarnum

picture-101.JPG
Bára að missa sig í gleðinni á gítarnum 🙂

picture-062.JPG

ennþá meiri gleði…

picture-022.JPG

gleði gleði gleði…

picture-082.JPG

Jónó við eldamenskuna, mikil gleði

Ef það er ekki augljóst á þessum myndum hversu mikil gleði var á þessu móti endilega kíkjiði á fleiri myndir af stúdentamótinu á yndisfögru myndasíðu minni 🙂
ég ætla að segja þetta nóg í bili bæbb

Published in: on janúar 30, 2007 at 2:20 e.h.  Comments (4)  

The URI to TrackBack this entry is: https://belelind.wordpress.com/2007/01/30/brettast-jeee/trackback/

RSS feed for comments on this post.

4 athugasemdirFærðu inn athugasemd

  1. Nú, vegna vonsku Berglindar að hafa sett hér inn fárógeðslega mynd af mér langar mig til að koma því á framfæri að ég var afskaplega veik alla helgina og ber það stóra ábyrgð á mjög slæmu útliti mínu.
    Takk fyrir!
    Amen!

  2. Veistu Berglind ég er barasta alveg sammála þér, þetta var algjör snilldar ferð, ég er ennþá að jafna mig líkamlega eftir brettaferðina góðu. En flottar myndir, og það gladdi mig mjög að þær voru ritskoðaðar, he he.

  3. Hæ sætust!!!

    Það var greinilega mikið fjör hjá ykkur um helgina…ég vildi að ég hefði verið með ykkur!! En ég fer bara með næst.

    Svo verður þú nú að fara að kíkja á mig…hvernig er þetta eiginlega!!! Ég er búin að sitja hérna sveitt og baka kökur hverja helgi og svo kemur bara engin Berglind!!!

    En annars, þá hlakka ég til að sjá þig með prjónana á lofti ;o)

    Kveðja,
    Hjördís kakó

  4. HEHE ég að elda og enginn hlaut varanlegan skaða af! Batnandi mönnum er best að lifa!


Færðu inn athugasemd